Persónuverndarstefna

Persónuverndar-
stefna

Inngangur

Vefsíðan kaupumeignir.is er í eigu Hvalsnes ehf. (kt. 4211090790), staðsett í Síðumúla 35, Reykjavík. Við leggjum áherslu á að vernda persónuupplýsingar þínar og tryggja að vinnsla þeirra á vefsíðunni fari fram á lögmætan og gagnsæjan hátt í samræmi við gildandi persónuverndarlög, þar á meðal Almennu persónuverndarreglugerðina (GDPR) og íslensk lög um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga nr. 90/2018.

Ábyrgðaraðili

Ábyrgðaraðili vinnslu persónuupplýsinga á vefsíðunni kaupumeignir.is er Hvalsnes ehf. Hægt er að hafa samband við ábyrgðaraðila í gegnum kaupumeignir@kaupumeignir.is.

Söfnun og vinnsla persónuupplýsinga

Á vefsíðunni söfnum við og vinnum með eftirfarandi persónuupplýsingar þegar þú sækir um staðgreiðslutilboð í fasteign í gegnum vefformið: fullt nafn, netfang, símanúmer og heimilisfang fasteignar ásamt byggingarári hennar. Þessar upplýsingar eru nauðsynlegar til að geta metið eignina og veitt þér viðeigandi þjónustu í gegnum vefsíðuna.

Lagagrundvöllur

Vinnsla persónuupplýsinga á vefsíðunni fer fram á grundvelli lögmætra hagsmuna (6. gr. 1. mgr. f-lið GDPR). Vinnslan er nauðsynleg til að geta metið fasteign þína og veitt þér tilboð í gegnum vefsíðuna.

Tilgangur

Persónuupplýsingar sem safnast í gegnum vefsíðuna eru eingöngu notaðar til að meta fasteign og gera staðgreiðslutilboð, eiga samskipti við þig varðandi tilboðið og uppfylla lagalegar skuldbindingar tengdar fyrirspurninni.

Varðveislutími

Við varðveitum persónuupplýsingar sem safnast í gegnum vefsíðuna eingöngu eins lengi og nauðsynlegt er miðað við tilgang vinnslunnar. Upplýsingum sem safnast í gegnum vefform er eytt þegar tilboðsferli er lokið eða tilboði hefur verið hafnað.

Miðlun upplýsinga

Upplýsingum sem safnast í gegnum vefsíðuna kann að vera miðlað til lögmanna vegna undirbúnings tilboðs og til fjármálastofnana vegna greiðsluframkvæmda. Slík miðlun fer eingöngu fram þegar nauðsynlegt er vegna tilboðsgerðar og aldrei í markaðssetningarskyni. Allir vinnsluaðilar eru bundnir trúnaðarskyldu.

Öryggi persónuupplýsinga

Gögn vefsíðunnar eru geymd á öruggum netþjónum hjá 1984 ehf. á Íslandi. Við höfum innleitt viðeigandi tæknilegar og skipulagslegar öryggisráðstafanir til að vernda persónuupplýsingar sem berast í gegnum vefsíðuna.

Réttindi þín

Þú hefur rétt til að fá aðgang að persónuupplýsingum þínum sem safnast hafa í gegnum vefsíðuna, láta leiðrétta þær, eyða þeim við tilteknar aðstæður og takmarka vinnslu þeirra. Þú hefur einnig rétt til að mótmæla vinnslu og leggja fram kvörtun hjá Persónuvernd (www.personuvernd.is). Þú getur nýtt þér þessi réttindi með því að hafa samband við okkur á kaupumeignir@kaupumeignir.is

Vafrakökur og gagnaöflun

Vafrakökur og gagnaöflun Kaupumeignir.is safnar engum persónugreinanlegum upplýsingum um notendur sína. Gögnin sem er safnað hafa með að gera notkun vefsins og eru þau gögn ópersónugreinanleg. Við notum ekki vafrakökur, tengingar við samfélagsmiðla eða álíka tækni til að greina hegðun notenda.

Endurskoðun

Persónuverndarstefnan er endurskoðuð reglulega og kann að taka breytingum. Verulegar breytingar verða tilkynntar með áberandi hætti.

Samskiptaupplýsingar

Ábyrgðaraðili vefsíðunnar kaupumeignir.is: Hvalsnes ehf. Síðumúli 35 Reykjavík, Ísland
Netfang: kaupumeignir@kaupumeignir.is

Síðast uppfært: 1.2.2025