Svona virkar þetta
1
Fylltu út umsókn
Til að sækja um fyllir þú út umsóknarformið okkar. Til þess að sækja um þarf að vera til staðar gildandi söluumboð fasteignasala. Einnig þarf að liggja fyrir yfirlýsing starfandi húsfélags ef slíkt er til staðar sem og staða lána ef einhver eru. Þinn fasteignasali sér um ferlið eins og ef um hefðbundin kaup væru að ræða en við tökum engin sérstök gjöld fyrir okkar þjónustu. Athugið að við kaupum einungis samþykktar eignir í steyptum húsum á höfuðborgarsvæðinu eins og er og eignir sem byggðar eru eftir árið 1945. Við kaupum ekki eignir með hærra fasteignamat en 110 milljónir.
2
Við höfum samband næsta dag og skipuleggjum skoðun
Við höfum samband við þig eða fasteignasalann þinn innan sólarhrings frá umsókn og við finnum tíma til að framkvæma skoðun. Skoðunin tekur um það bil 30 mínútur en tíminn sem skoðunin tekur fer auðvitað eftir stærð eignarinnar.
3
Þú færð tilboð og við kaupum eignina ef þú samþykkir
Við sendum þér staðgreiðslutilboð í eignina gegnum þinn fasteignasala innan sólarhrings frá skoðun. Takir þú tilboðinu okkar boðar fasteignasalinn þinn til kaupsamnings eins fljótt og auðið er. Við kaupsamning staðgreiðum við 90% af andvirði tilboðsins og svo þau 10% sem eftir standa við afsalið mánuði síðar. Við afsalið fer fram formleg afhending eignarinnar. Eftir afsalið bjóðum við þér upp á þann sveigjanleika að búa áfram í eigninni á markaðsleigu með 2 vikna uppsagnarfresti.