Velkomin í fjölskylduna
Við finnum til ábyrgðar og metum mikils þann velvilja og traust sem okkur er sýnt. Við lítum svo á að viðskiptavinir okkar séu hluti af fjölskyldu Hvalsness.
Einkunnarorð okkar eru traust, heilindi, heiðarleiki, sanngirni og þjónusta.
Leigutakar
Af fjölbreyttu íbúðarhúsnæði
Hvalsnes ehf. er fjölskuyldufyrirtæki sem stofnað var árið 2009
Kjartan Andrésson framkvæmdarstjóri og eigandi Hvalsness hefur haft það að leiðarljósi að byggja upp traust fasteignafélag sem þjónustar viðskiptavini af heilindum og fagmennsku.
Starfsemi og þróun
Kjarnastarfsemi okkar felst í útleigu fasteigna, en við höfum einnig sérhæft okkur í kaupum og sölu fasteigna ásamt þróun eigin verkefna. Í dag þjónustum við um 90 leigjendur og eignasafn okkar telur nú um 9000 fermetra af fjölbreyttu íbúðarhúsnæði. Meðalaldur íbúða í félaginu er 7 ár.
Persónuleg þjónusta
Á þessum 16 árum höfum við byggt upp sterkt samband við viðskiptavini okkar. Við lítum á hvern og einn viðskiptavin sem mikilvægan hlekk í því samfélagi sem við höfum skapað. Traust samskipti og fagleg ráðgjöf eru hornsteinar í starfsemi okkar, og við leggjum okkur fram við að mæta þörfum hvers viðskiptavinar af alúð.
Ný nálgun
Nýjasta viðbót við þjónustuframboð okkar er staðgreiðslukaup á fasteignum. Við skiljum að stundum þarf að bregðast hratt við breyttum aðstæðum. Þess vegna bjóðum við eigendum fasteigna að selja okkur eignir sínar með skjótum hætti og halda jafnframt búsetu í eigninni á sanngjörnum kjörum með tveggja vikna uppsagnarfresti. Þannig fá viðskiptavinir okkar svigrúm til að skipuleggja næstu skref af yfirvegun.
Hugmyndafræðin í sinni einföldustu mynd
Við skiljum að fasteignaviðskipti geta verið streituvaldandi og að óvissan getur tekið á. Einmitt þess vegna höfum við þróað einfalt og öruggt ferli sem virkar.
Ferlið okkar er einfalt og skýrt. Við kaupum eignina þína gegn staðgreiðslu og stýrum ferlinu af nákvæmni. þú getur treyst því að allt gangi hratt og vel fyrir sig, án flækja.
Við vitum líka að tímasetningar þurfa að passa. Þess vegna getur þú búið áfram í eigninni á sanngjarnri leigu, með aðeins tveggja vikna uppsagnarfrest. Þannig hefur þú svigrúm til að finna rétta staðinn og flytja á þínum hraða.
Hvort sem þú ert að selja okkur vegna fasteignakeðju, breyttra aðstæðna eða vilt einfaldlega trygg og hröð viðskipti, þá erum við hér til að hjálpa. Með okkar þjónustu getur þú einbeitt þér að því sem skiptir þig mestu máli.
Viðskiptavinir okkar
Pawel Kazimiers, Skyggnisbraut 28
"Ég byrjaði að leigja hjá Hvalsnesi snemma árið 2024 og ég get ekki ímyndað mér að það sé til betri leigusali en Kjartan. Frábær leigusali í alla staði."
Guðlaug Eydís Bjarnadóttir, Maríubakki 28
"Ég er búin að leigja hjá Hvalsnesi í 14 ár og ég myndi hvergi annarstaðar vilja leigja."
Elísabet Ósk Sigrúnardóttir, Veghúsum 7
"Við fjölskyldan og okkar ferfætlingar erum búin að leigja hjá Kjartani í Hvalsnes síðastliðin 9 ár. Hefur hann veitt okkur þvílíkt persónulega þjónustu og komið fram við okkur eins og fjölskyldu sína"
Ingimar Svanberg Jóhannesson, Nýbýlavegi 10c
"Ég byrjaði að leigja hjá Hvalsnesi í desember 2023 og ég þurfti í jan 2025 að losna undan samning vegna þess að ég keypti mér mitt eigið húsnæði. Kjartan veitti mér það svigrúm sem ég þurfti og hann varð við öllum mínum óskum."
Ómar Tamzok, Fryggjabrunni 44
"Ég hef leigt hjá Hvalsnesi síðustu 6 ár og flutti mig á milli eigna innann félagsins. Ferlið var frábært og án kostnaðar fyrir mig. Kjartan veitti mér persónulega þjónustu og var ákaflega sjanngjarn í minn garð og fékk mér til að líða eins og ég ætti eignina...