Algengar spurningar

Við leggjum áherslu á gegnsæi og skýra samninga!

Hver sér um samningagerð og pappírsvinnu? Er það gjaldfrjálst?

Við erum einungis kaupendur. Allar sölur fara í gegnum löggildan fasteignasala sem seljendur hafa þegar valið og veitt söluumboð eignar. Við tökum engin gjöld fyrir okkar þjónustu.

Kaupið þið allar eignir?

Nei, við kaupum ekki allar eignir.  Við kaupum ekki eldri eignir en þær sem byggðar voru 1945 og við kaupum ekki eignir með hærra fasteignamat en 110 milljónir.

Hvaða kröfur þarf eignin mín að uppfylla til að þið kaupið hana?

Við kaupum samþykktar eignir byggðar á tímabilinu 1945-2024 í steyptum húsum. Við kaupum ekki eignir með hærra fasteignamat en 110 milljónir.

Kaupið þið atvinnuhúsnæði?

Nei, við kaupum ekki atvinnuhúsnæði eins og er.

Hvað ef eignin þarfnast viðhalds?

Verðtilboðið sem við gerum miðast við ástand eignarinnar við skoðun.